Erfið prófraun lýðræðis
Manage episode 446584570 series 2534499
תוכן מסופק על ידי RÚV. כל תוכן הפודקאסטים כולל פרקים, גרפיקה ותיאורי פודקאסטים מועלים ומסופקים ישירות על ידי RÚV או שותף פלטפורמת הפודקאסט שלהם. אם אתה מאמין שמישהו משתמש ביצירה שלך המוגנת בזכויות יוצרים ללא רשותך, אתה יכול לעקוב אחר התהליך המתואר כאן https://he.player.fm/legal.
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu við Boga Ágústsson um stöðu lýðræðis og kosningar á árinu 2024. Talað hefur verið um árið sem „kosningaárið mikla“ og þegar hafa kjósendur í 67 löndum greitt atkvæði í þing- eða forsetakosningum. Í þessum löndum búa 3,4 milljarðar fólks. Áður en 2024 verður liðið verður einnig gengið til kosninga í löndum þar sem 440 milljónir búa. Þar eru forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 5. nóvember langmikilvægastar. Lýðræðið á víða undir högg að sækja, bandaríska hugvekjan Freedom House segir að þegar horft sé á kosningarétt, frelsi fjölmiðla og kúgun minnihlutahópa hafi frelsi minnkað í fleiri ríkjum en þar sem það hefur aukist undanfarin 18 ár. Einn af hverjum þremur sem kjósa árið 2024 búi í landi þar sem gæði kosninga hafa mælanlega versnað á síðustu fimm árum.
…
continue reading
134 פרקים