Sjálfboðaliðarnir sem sigruðu vellauðugt alþjóðfyrirtæki
Manage episode 362853420 series 1337048
Það eru sextán ár liðin síðan að Hafnfirðingar efndu til sögulegrar íbúakosningar um stækkun álversins í Straumsvík, en þar tókst fámennum hópi sjálfboðaliða að bera sigurðorð af Alcan, vellauðugu kanadísku alþjóðfyrirtæki. Meðal þeirra sem tóku þátt í þessum slag voru þau Valgerður Halldórsdóttir og Pétur Óskarsson, en þau voru í forystu Hafnfirðinga sem börðust undir merkjum félagsins Sól í Straumi - gegn því að álverið fengi heimild til stækkunar. Ég byrjaði á því að spyrja þau Valgerði og Pétur hvað dró þau að málstaðnum.
28 פרקים